Á annan tug aðila hafa skilað inn umsögnum vegna Hagstofufrumvarpsins svokallaða. Það var unnið af forsætisráðuneytinu og Hagstofu Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lagði frumvarpið fram. Í athugasemdum við það kemur fram að fáar þjóðir hafi ráðist í eins ítarlega gagnaöflun og lagabreytingarnar heimila. Upplýsingaöflunin á sér engin fordæmi á Norðurlöndunum.

Við gerð frumvarpsins var óskað eftir afstöðu Norðurlandanna til þess hvort þau telji sig hafa lagaheimildir til að safna upplýsingum um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja frá bönkum og fjármálastofnunum. Aðeins Norðmenn og Finnar telja löggjöf sína heimila gagnaöflun af þeim toga sem um ræðir, hin ríkin sögðu löggjöf í sínu landi ekki leyfa gagnaöflun um þriðja aðila frá fyrirtækjum. Ekkert ríkjanna hefur safnað svo ítarlegum upplýsingum.

Nánar er fjallað um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar og tengd frumvörp í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.