Bandaríski bankinn Wells Fargo hefur þurft að þola harða gagnrýni eftir að starfsmenn bankans voru fengnir til þess að stofna reikninga fyrir viðskiptavini án vitundar þeirra. Markmið John Stumpf, bankastjórans sem sagði nýlega upp stöðu sinni, var að ýta undir sölutölur, en um tvær milljónir reikninga voru opnaðir.

Chicago-borg hefur á seinustu árum fjárfest fyrir rúmlega 25 milljónir Bandaríkjadala með Wells Fargo & Co. Eftir að uppkomst um skandalinn, ætlar borgin aftur á móti að finna leiðir til þess að ganga út úr öllum þessum fjárfestingum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Chicago borg.

Gjaldkeri borgarinnar, Kurt Summers, segir það mikilvægt að taka þetta skref og sýna samstöðu með almenningi. Gjaldkerar annara borga hafa lýst yfir svipuðum áformum og er því afar líklegt að Illinois muni taka sömu skref.

Ýmsir opinberir aðilar hafa nú þegar lýst því yfir að engin skuldabréf verði gefin út í samvinnu við Wells Fargo. Atvikið hefur valdið svo mikilli ólukku, að sumir stjórnmálamenn Chicagoborgar hafa jafnvel talað fyrir því að banna öll viðskipti við bankann í tvö ár.

Samvkæmt fréttaveitu Bloomberg, hefur Wells Fargo þénað rúmlega 19 milljónir Bandaríkjadala frá árinu 2005.