Til stendur að halda næsta útboð 28. mars næstkomandi. Hingað til hefur bankinn látið nokkrar vikur eða mánuði líða á milli útboða þar sem bankinn kaupir aflandskrónur fyrir evrur og þar til hann kaupir evrur fyrir aflandskrónur. Í mars verður þetta gert samdægurs.

Seðlabankinn á eftir að ljúka við hvernig tæknilegum útfærslum verður nákvæmlega háttað. Már segir að í raun og veru breytist ekki mikið í fyrirkomulaginu. Með þessu sé reynt að flýta ferlinu.

Ennfremur segir Már að breytt fyrirkomulag geri það að verkum að bankinn þarf ekki í sama mæli og hingað til, nema að litlu leyti, að hætta gjaldeyrisforða sem millilið. Það hafi hins vegar verið talið nauðsynlegt til þess að hafa fulla stjórn á ferlinu. „Við töluðum um það síðasta sumar að sameina þetta með þessum hætti í framhaldinu. Nú ætlum við að reyna það.“

Nánar er fjallað um málið í nýjastu útgáfu Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálagast hana undir liðnum tölublöð.