Um 120 milljónir evra koma í gjaldeyrisinnstreymi í tengslum við fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Umframeftirspurn var í tveimur gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri er afar sáttur við niðurstöður gjaldeyrisútboða bankans sem haldin voru í gær. Már segir í samtali við Viðskiptablaðið að bankinn hafi með útboðunum nú lokað öllum opnum stöðum, það er allar þær aflandskrónur sem bankinn hafði keypt í gjaldeyrisútboði í ágúst og þær sem bankinn keypti í desember. Þá keypti bankinn ríkisskuldabréf að andvirði um 18 milljarðar króna af erlendum aðila og greiddi fyrir með gjaldeyri.

Nánar er fjallað um málið í nýjastu útgáfu Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálagast hana undir liðnum tölublöð.