Hópur framsóknarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem vinnubrögðum á fundi Framsóknarfélagsins í Reykjavík í gærkvöld er harðlega mótmælt.

„Á fundinum urðum við vitni að fjandsamlegri yfirtöku á félaginu. Hún var gerð með skráningu um 70 nýrra félaga undir lok dags og mættu hinir nýju félagar á fundinn. Með þeim hætti var félagið tekið yfir og tillaga borin fram um nýjan fulltrúalista á flokksþing í stað þess sem stjórn hafði lagt fram. Sá listi var tilraun til að hleypa að öllum sjónarmiðum og því að okkar mati lýðræðislega unnin. Jafnframt var gerð tilraun til að setja fundarstjóra af til að ná tökum á fundinum. Ekki kom fram að yfirtakan byggði á nokkrum málefnalegim grundvelli heldur var tilgangurinn greinilega sá að fá nýjan hóp framsóknarmanna með atkvæðisrétt á flokksþingið sem framundan er."

Þá segir: „Við fordæmum þau vinnubrögð sem þarna voru viðhöfð og teljum þau í algerri andstöðu við vilja fólks um ný vinnubrögð í stjórnmálum. Framsóknarflokkurinn nær ekki trausti kjósenda með þessum hætti og fjandsamleg yfirtaka líkt og sú sem átti sér stað í gærkvöldi lýsir andlýðræðislegum vinnubrögðum."

Undir yfirlýsinguna rita:

Anna Margrét Ólafsdóttir

Atli Karl Ingimarsson

Birna Kristín Jónsdóttir

Einar Erlendsson

Einar Sörli Einarsson

Halldór Lárusson

Helga Björk Eiríksdóttir

Ingólfur Sveinsson

Jón Helgi Eiðsson

Jón Sigurðsson

Kristín Helga Guðmundsdóttir

Pétur Gunnarsson

Sigurbjörn Ingólfsson

Sæunn Stefánsdóttir