Steinunn Guðbjartsdóttir hrl., formaður slitastjórnar Glitnis,  segir atburðina [hrun bankanna] fordæmislausa og verkefnin eftir því. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Steinunni í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Frá því í apríl í fyrra hefur Steinunn stýrt slitastjórn bankans en með henni í stjórninni er Páll Eiríksson hdl. Aðspurð hvort rétt hafi verið staðið að því ferli sem fór af stað með falli bankanna segir Steinunn að eflaust séu einhverjir þættir sem hefði mátt ganga betur. Á heildina litið hafi vinnan, hvað Glitnir varðar, gengið vel.

„Nú get ég bara tjáð mig um Glitni og vinnuna þar. Hún hefur gengið vel og það hefur tekist að verja verðmæti eins vel og mögulegt var. Miðað við þær erfiðu aðstæður sem sköpuðust við fall allra bankanna þá tel ég að það hafi gengið vel. Það sem kannski helst gerir þessa vinnu merkilega og skemmtilega fyrir lögfræðinga er að þetta eru fordæmislausir atburðir og verkefnin eftir því.“

-Nánar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins