Markaðsverð á forgangskröfum í þrotabú Glitnis og Landsbankans er 20 til 30 prósentum lægra en áætlaðar endurheimtur gera ráð fyrir, samkvæmt lista sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum um markaðsgengi skuldabréfa föllnu fjármálafyrirtækjanna. Það þýðir að þrátt fyrir að forgangskröfuhafar búist við að fá greitt að fullu upp í sínar kröfur hafa einhverjir þeirra verið tilbúnir til þess að selja kröfur sínar til annarra á mun lægra verði. Kröfur í þrotabúin hafa gengið kaupum og sölum frá falli fjármálafyrirtækjanna.

Viðskiptablaðinu er ekki kunnugt um hversu mikil velta hefur verið á þessum markaði, en hún hefur þó verið töluverð með almennar kröfur í gömlu bankana þrjá.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.