„Það er öllum ljóst að staðan er grafalvarleg og maður skynjar vel þá miklu óvissu sem ríkir,“ sagði Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, í samtali við Viðskiptablaðið.

„Gengisfall krónunnar dregur mikinn mátt úr stórum hluta atvinnulífsins og ljóst að mikill þrýstingur mun myndast á verðlag ef gengi króunnar gengur ekki að einhverju leyti til baka. Ég tel því að það sé forgangsverkefni að tryggja tryggja eðlilegt flæði gjaldeyris á markaði með öllum tiltækum ráðum, s.s. gjaldeyrisskiptasamningum. Fjármagnsmarkaðurinn virðist vera uppþornaðaður. Við eigum mikið undir því að fjármálamarkaðir okkar virki eðlilega. Seðlabankar um allan heim keppast við að smyrja hjól atvinnulífsins með lausafé, bæði í krónum og erlendri mynt.  Það ætti íslenski Seðlabankinn líka að gera og vonandi mun aukið framboð innistæðubréfa sem Seðlabankinn tilkynnti um í dag stuðla að því,“ sagðiir Bjarni Már.

„Ég get ekki séð annað en að skynsamlegt sé að hefja strax lækkun vaxta með myndarlegum hætti. Ljóst er fyrir löngu að Seðlabankinn getur engin áhrif haft á gengi krónunnar með því að halda vöxtum háum. Að öðru óbreyttu mun annað verðbólguskot ríða yfir okkur núna í kjölfar gengisfalls krónunnar. Það er fyrirsjáanlegur mikill slaki í hagkerfinu og hann einn og sér réttlætir lækkun núna. Auk þess mun lækkun vaxta senda þau skilaboð að stjórnvöld ætli sér að standa vörð um hag fyrirtækja og heimila. Óbreytt vaxtastefna gerir það ekki. Við eigum ýmis tækifæri til að bæta ástandið og þau ber stjórnvöldum skylda til að nýta,“ segir Bjarni.