Hér að neðan sést hversu margar fréttir hafa verið af leiðtogum helstu framboða dag hvern undanfarnar þrjár vikur. Varla kemur nokkrum á óvart að Bjarni Benediktsson er hástökkvari kosningabaráttunnar, náði 53 fréttum föstudaginn 12. apríl. Fram að því hafði Sigmundur Davíð náð hæst, í 25 fréttum á einum degi.

Fram að þessum hástökkum var það hins vegar Árni Páll Árnason, sem var með jafnasta streymið og flestar fréttir í allt. Á hinn bóginn verður ekki af þessu séð að Guðmundur Steingrímsson nýti fjölmiðlatengsl sín að nokkru leyti.