Forlagið ber höfuð og herðar yfir aðra bókaútgefendur þegar kemur að fjárhagslegum styrk en velta undanfarinna ára hefur verið nokkuð svipuð.

Viðskiptablaðið skoðaði ársreikninga stærstu bókaútgefendanna fyrir árið 2010 og er Forlagið langstærsti einstaki bókaútgefandinn. Undir hatti Forlagsins eru bókaútgáfurnar Mál og menning, JPV, Vaka– Helgafell og Iðunn. Velta félagsins á síðasta ári nam tæpum 1,3 milljörðum króna sem var 6% samdráttur frá árinu áður.

Hagnaður ársins 2012 nam 112 milljónum króna samanborið við 159 milljónir árið áður. Eigið fé Forlagsins nemur rúmlega milljarði króna. Eigendur Forlagsins eru Mál og menning ehf., sem á 50% hlut, og Eignarhaldsfélagið Randver ehf., sem á 43% hlut. Randver ehf. er í eigu Jóhanns Páls Valdimarssonar, útgáfustjóra JPV, og Guðrúnar Sigfúsdóttur, eiginkonu hans.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.