Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segist gapandi hissa á skýrslu Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Þar er meðal annars lagt til að afnema ætti að fullu tolla á innflutt svína- og alifuglakjöt og lækka ætti almenna tolla um helming. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu.

Sindri gagnrýnir tillögur vettvangsins og segir Sindi að við vinnu verkefnisstjórnarinnar hafi engir fulltrúar landbúnaðarins verið kallaðir að borðinu. Það væri því með ólíkindum að lagðar væru til róttækar breytingar á landbúnaðarkerfinu í því ljósi er fram kemur í frásögn af fundinum á vef Bændasamtakanna.