*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 29. maí 2013 15:43

Formaður Framsóknarfélags ákærður fyrir skattsvik

Embætti sérstaks saksóknara gefur Jóni Inga Gíslasyni að sök að hafa vantalið tekjur sínar um 110 milljónir króna.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Axel Jón Fjeldsted

Jón Ingi Gíslason, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2008 og 2009 og ekki talið fram 110,5 milljónir króna vegna uppgjöra á 44 framvirkum gjaldmiðlasamningum við Glitni. Í ákæru embættis sérstaks saksóknara er honum gefið að sök að hafa stungið 11 milljónum króna undan skatti. Mál sérstaks saksóknara gegn Jóni Inga var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og var Ragnar H. Hall þar skipaður verjandi hans. 

Fram kemur í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Jóni Inga að tekjur hans af samningunum námu 13,3 milljónum króna árið 2007 og 97 milljónum króna árið 2008.

Ekki hefur tekist að ná í Jón Inga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.