Haft er eftir Vilmundi Jósefssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins (SA), í fréttatilkynningu frá samtökunum að undanfarna mánuði hafi aðilar vinnumarkaðarins unnið að gerð þriggja ára kjarasamninga sem byggi á svokallaðri atvinnuleið, þar sem áhersla er lögð á hagvöxt, öruggt og tryggt starfsumhverfi fyrir allar atvinnugreinar, aukningu kaupmáttar og minna atvinnuleysi.

„Samtök atvinnulífsins telja að atvinnuleiðin sé best til þess fallin að ná þjóðinni út úr kreppunni og skapa grundvöll að nýrri sókn í atvinnulífinu," ef haft eftir Vilmundi í tilkynningu. Samningarnir verði atvinnulífinu þó mjög dýrir og ef ekki takist að skapa öfluga uppsveiflu í atvinnulífinu verði ekki innistæða fyrir umsömdum launahækkunum. Það sé nú hlutverk ríkisstjórnarinnar að tryggja að hagkerfið komist af stað og atvinnuvegirnir geti eflst þannig að forsendur samninganna standist.

Kjarasamningar í Karphúsinu - SA
Kjarasamningar í Karphúsinu - SA
© BIG (VB MYND/BIG)
Þá segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA í tilkynningu frá samtökunum, að áhætta felist í svo miklum hækkunum en þær byggi alfarið á því að þjóðin komst út úr kreppunni. Ef það takist ekki séu samningarnir ávísun á verðbólgu og aukið atvinnuleysi. Það megi hins vegar forðast með því að stórauka fjárfestingar í arðbærum greinum atvinnulífsins og skapa ný störf.