„Sá sem ekki horfist í augu við veruleikann er formaður Samfylkingarinnar Enginn gleymir því að hér varð bankahrun. Við gleymum því ekki heldur sem var lofað eftir hrunið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson
© BIG (VB MYND/BIG)

Til snarpra orðaskipta kom á milli hans og Magnúsar Orra Schram, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi fyrir hádegi í annarri umræðu um fjársýsluskatt. Aðrir skattar sem taldir eru til í nýju fjárlagafrumvarpi voru jafnframt á borðinu hjá þeim Guðlaugi og Magnúsi Orra.

Magnús Orri sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja horfast í augu við hrunið. Hann vitnaði til opinberra skýrslna og upplýsinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sýni fram á að bankar og fjármálafyrirtæki hér beri almenni lægri skatta en önnur fyrirtæki vegna undanþága sem þau fái. Þessi fyrirtæki hafi skilað vænum hagnaði og verði þau nú að aðstoða við endurreisn ríkissjóðs.

Guðlaugur vísaði því á bug að flokkurinn gerði sér ekki grein fyrir hruninu og lagði þunga á mikilvægi þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang. Það hafi ekki gengið jafn vel og vonast var til, svo sem vegna þungra skatta. „Við getum aldrei skattlagt okkur út úr kreppunni. Það er fullkomlega útilokað,“ sagði hann.

Magnús Orri Schram
Magnús Orri Schram
© Aðsend mynd (AÐSEND)