Bertrand Kan, stjórnarformaður Símans, náði ekki kjöri í stjórn á hluthafafundi sem haldinn var í dag. Nýir inn í stjórnina koma Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða, og Kolbeinn Árnason, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri SFS. Ksenia Nekrasova sem setið hafði í stjórninni gefur ekki kost á sér.

Stoðir hf. fóru fram á stjórnarkjörið. Stoðir eru í dag stærsti hluthafi Símans með 14% hluti.

Bertrand Kan hafði setið í stjórn Símans frá árinu 2016. Hann leiddi hóp fjár­festa sem keypti 5% í Sím­an­um áður en Síminn var skráður á markað á haustmánuðum 2015. Kan tók einnig þátt í einkavæðingu Símans árið 2005, sem starfsmaður Morgan Stanley.

Stjórn Símans skipa nú:

  • Bjarni Þorvarðarson
  • Helga Valfells
  • Jón Sigurðsson
  • Kolbeinn Árnason
  • Sylvía Kristín Ólafsdóttir