Á meðan almenn launavísitala hefur hækkað um 7% þegar leiðrétt er fyrir verðbólgu hafa meðallaun í viðskiptabönkunum hækkað um 20-30% frá fyrri helmingi ársins 2010. Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, fagnar því að bankarnir hafi svigrum til launahækkana.

Hún segir að launakönnun VR sýni að laun starfsmanna í fjármála- og tryggingastarfsemi hækki að meðaltali um 10% milli ára. Launakönnun VR verður kynnt nánar í næstu viku.

Nánar er fjallað um launahækkanir í viðskiptabönkunum í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í dag.