Stefán Einar Stefánsson, formaður VR.
Stefán Einar Stefánsson, formaður VR.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, segir að hagsmunasamtök launþega hafi verið að hvetja verslunarmenn að hafa lokað á baráttudegi verkalýðsins þar sem því verður við komið. Þetta kom fram í samtali við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar þar sem Stefán var staddur á Akureyri.

Stefán rifjaði upp að fólk hefði komist af hér áður fyrr þegar verslanir voru lokaðar jafnvel í nokkra daga í kringum hátíðir. Þess vegna ætti ekki að koma að sök að hafa verslanir lokaðar. Höfða verði til smekkvísi kaupmanna, en margir þeirra og forsvarsmenn stórra verslanakjarna hafa þrýst á að hafa opið á þessum degi.