Á aðalfundi Landsbankans í dag var samþykkt breyting á 18. gr. samþykkta Landsbankans. Ný málsgrein bætist við og er svohljóðandi. "Bankaráði er heimilt að fela formanni bankaráðs að sinna ákveðnum verkefnum í þágu félagsins.?

Í skýringu með þessu kemur fram að starfsemi Landsbankans hefur vaxið afar hratt undanfarin ár og þykir rétt að bankaráð hafi heimild til að fela formanni bankaráðs að sinna einstökum verkefnum umfram þau sem tengjast reglulegum fundum bankaráðs.