Sigurður Bessason, formaður stéttarfélagsins Eflingar, segir það gríðarleg vonbrigði að Landspítalinn skuli segja upp öllum starfsmönnum í ræstingu hjá sjúkrahúsinu í Fossvogi.

Bjóða á út störfin á Evrópska efnahgssvæðinu, með hagræðingu í huga, að því er fram kemur á vef Eflingar.

Um er að ræða þrjátíu starfsmenn og taka uppsagnirnar gildi 1. maí.

Sigurður segir fráleitt að bjóða störfin út á Evrópska efnahagssvæðinu nú á þessum tímum. Umfang starfanna gefi auk þess ekkert tilefni til þess.

„Ef það er nokkurn tíma ástæða til mikillar festu í starfsmannahaldi þá er það núna," segir Sigurður í samtali við Viðskiptablaðið.