Formenn flokkanna hafa fundað frá 17:30 með forseta Alþingis um það hvernig umræður um tillögðu Gunnars Braga Sveinsson utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði háttað. Engin niðurstaða liggur enn fyrir.

Fram kom í fréttum RÚV í kvöld að á fundinum sé þess freistað að finna leiðir til að landa ESB-málinu án andstöðu stjórnarandstöðunna. Þingflokkur VG hefur lagt fram tillögu sem hljóðar upp á formlegt hlé aðildarviðræðna stjórnvalda við Evrópusambandið. Ekkert hefur hins veegar komið enn frá stjórnarflokkunum um það hvort þeir vilja breyta einhverju, að sögn RÚV.

Búið er að fresta þingfundi í þrígang í dag vegna fundar formanna flokkanna. Stefnt var á að þingfundur hæfist aftur klukkan 18:30.