Meintum höfundi Sasser veirunnar hefur verið birt formleg ákæra. Þýski saksóknarinn tíundar í ákæruskjalinu brot þýska námsmannsins Sven Jaschan og ber á hann þær sakir að hafa unnið skemmdarverk á tölvum, hagrætt skjölum og truflað tölvukerfi í almannaþágu. Alls hafa 143 fórnarlömb Sasser veirunnar haft samband við saksóknara og tilkynnt um tjón eftir að veiran fór hamförum í tölvum þeirra í maí síðastliðnum. Ungi tölvuþrjóturinn gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm verði hann sakfelldur.

Microsoft setti eins og marga rekur minni til talsvert fé honum til höfuðs, 250 þúsund dali, en féð verður því aðeins greitt af námsmaðurinn verði sakfelldur. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Tæknivals, www.atv.is.