Viðskipti voru stöðvuð með Mosaic Fashions í Kauphöllinni í morgun, samkvæmt tilkynningu, og er þar segir að frétt er væntanleg.

Stjórn Mosaic Fashions tók á móti óbindandi kauptilboði í alla útgefna hluti í félaginu frá Baugi Group í byrjun maí.

?Við teljum líklegt að nú sé um formlegt kauptilboð að ræða,? segir greiningardeild Glitnis. ?Baugur bauð hluthöfum 17,5 krónur á hlut í maí en verð félagsins stendur nú í 16,85 krónur á hlut. Ávöxtun á bréfum félagsins hefur verið undir væntingum fjárfesta og áhugi farið minnkandi eftir sveiflukennd uppgjör í kjölfar hraðs ytri vaxtar og meðfylgjandi skuldaaukningar,? segir greiningardeildin.