Stilla eignarhaldsfélag ehf., í eigu bræðranna Guðmundar Kristjánssonar og Hjálmars Þórs, hefur lagt fram formlegt samkeppnistilboð í Vinnslustöðinni hf. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Áður hefur verið greint frá því að félagið hyggist gera samkeppnistilboð. Eyjamenn ehf., sem Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, er í forsvari fyrir, lagði fram yfirtökutilboð í félagið í kjölfar þess að stjórnendur og hluthafar sem eiga 50,4% hlut í Vinnslustöðinni bundust böndum. Þeir meta félagið á um sjö milljarða króna en bræðurnir bjóða þrettán milljarða.

Stilla og tengd félög ráða samtals yfir samtals 31,72% hlutafjár í Vinnslustöðinni hf.