*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 17. desember 2007 07:26

Formlegt tilboð lagt fram í Stork

Ritstjórn

Fjárfestingarfélagið Candover, Landsbankinn [LAIS] og Eyrir Invest hafa lagt fram formlegt tilboð í öll hlutabréf hollenska fyrirtækisins Stork. Tilboðið er í samræmi við fyrirætlun félaganna sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Það tekur gildi í dag og gildir til 14. janúar nk. Hluthafafundur í Stork verður haldinn þann 4. janúar nk.

Félag í eigu Landsbankans, Eyris Invest og Marel Food Systems [MARL] á um 43% í Stork, en eins og greint hefur verið frá felst hluti af samkomulagi Candover, Landsbankans og Eyris í því að Marel kaupi Stork Food Systems, sem starfar á sama sviði og Marel.