Formlegt yfirtökutilboð hefur borist í Mosaic Fashions upp á 17,5 krónur á hlut, en það er 11,1% hærra verð en verið hefur síðustu sex mánuði, fram til 3. maí, að því er framk kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.  Gengið á markaði er 16,85 þegar þetta er skrifað, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Þeir sem leggja tilboðið eru F-Capital ehf. (í eigu Baugs Group), Kaupthing Bank, Gnúpur fjárfestingafélag, Kevin Stanford, Karen Millen, The Millen Life Interest Settlement, Don M Limited, Tessera Holding auk stjórnenda Mosaic Fashions; Derek John Lovelock, Richard Spencer Glanville, Margaret Eve Lustman, John Egan, Sharon OConnor og Hannah Russell


Þessi hópur á 64,4% af hlutafé Mosaic Fashions.


Í tilkynningu segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, að hann telji tilboðið gott fyrir hluthafa Mosaic Fashions og nefnir að tilboðið er 28,7% hærra en þegar félagið fór í útboð fyrir tveimur árum.