Bankaráð Landsbankans hf. og stjórn Sparisjóðs Norðurlands samþykktu í dag samrunaáætlun félaganna, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

Þar segir að samruni lúti lögbundnu ferli sem taki að lágmarki fjórar vikur, frá því hann er fyrst auglýstur með formlegum hætti. Með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila og stofnfjárfundar mun því samruni fyrirtækjanna verða að veruleika í ágúst.

Þá munu allar eignir og skuldbindingar sparisjóðsins renna inn í Landsbankann og hann tekur við rekstri allra útibúa sjóðsins.