Max Mosley, forseti alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, hefur óskað eftir því að stjórn sambandsins komi saman til fundar.

Beiðni hans kemur í kjölfar þess að fjórir bílaframleiðendur sem taka þátt í Formúla 1 hafa lýst því yfir að hann ætti að segja af sér sem forseti samtakanna eftir að upp komst um meint kynlífshneyksli sem Mosley á að hafa verið viðriðinn.

Í gær bárust yfirlýsingar frá Mercedes-Benz, BMW, Honda og Toyota þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna umfjöllunar breska götublaðsins The News of the World um Mosley.

Blaðið skýrði frá því að hann hefði greitt fyrir þjónustu vændiskvenna og tekið þátt í kylífsathöfnum með nasistísku þema.

„Toyota Motorsport er mótfallið öllu atferli sem getur svert ímynd Formúla 1, einkum og sér í lagi athæfi sem túlka má að feli í gyðingahatur,” segir í yfirlýsingu frá Toyota.