Í júlí í fyrra var Formula Iceland ehf. tekið til gjaldþrotaskipta og lauk skiptum í búinu nú um miðjan febrúar. Lýstar kröfur reyndust ekki ýkja miklar eða 8,7 milljónir króna. Engar eignir fundust í búinu og fá kröfuhafar því ekkert upp í kröfur sínar.

Fyrirtækið Formula Iceland var skráð til heimilis á Akureyri og stóð að vefsetrinu formula.is og hafði þróað og rekið sérstakan liðstjóraleik í formúlu 1 þar sem þátttakendur gátu byggt upp sín eigin formúlulið og tekið þátt í keppni á netinu en leikurinn kallaðist Liðsstjórinn.

Stærsti eigandi Formula Iceland var fjárfestingarsjóðurinnn Tækifæri en hann er að stærstum hluta í eigu KEA svf., Akureyrarbæjar og Lífeyrissjóðsins Stapa.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

formúla 1
formúla 1
© Aðsend mynd (AÐSEND)