*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Innlent 29. júlí 2016 09:07

Formúlulið HÍ nær góðum árangri

Kappaksturslið Háskóla Íslands Team Spark, í Formúla Stúdent keppninni stóð sig vel í keppnum í Bretlandi og Ítalíu.

Ritstjórn

Team Spark, Formúla Stúdent kappaksturslið Háskóla Íslands náði fínum árangri í tveggja vikna keppnisferð til Silverstone í Bretlandi og Varano á Ítalíu.

Margháttaðar prófanir og kynning hluti af keppninni

Keppnin felst í því að fyrstu tveir dagarnir fara í kynningar á hönnun, kostnaði, sjálfbærni og viðskiptaáætlunar bílsins, þar sem keppendum þurfa að kynna hugmyndir sínar á bak við bílinn og þurfa að geta rökstutt allar ákvarðanir varðandi hann.

Síðari helmingur fjögurra daga keppninnar er aksturshlutinn, en til að geta tekið þátt í honum þurfa bílarnir að uppfylla strangar og margskiptar öryggisprófanir.

Loftaflfræði vængjahönnunar vakti athygli

Í Bretlandi tókst liðinu ekki að komast í gegnum öryggisprófanir, þar lentu þeir í ákveðnum vandræðum með rafkerfið, en fengu samt bæði góðar ábendingar sem og hrós fyrir vængi bílsins, en þar var um frumraun að ræða.

Vöktu vængirnir mikla athygli, þar á meðal hjá einum fremsta lofaflfræðingi í formúluheiminum, Willem Toet, sem hefur unnið við hönnun Formúlu 1 kappakstursbíla á borð við Ferrari, BMW Sauber og Benetton.

Helmingur komst í gegnum öryggisprófanir

Á Ítalíu tókst bílnum að komast í gegnum öryggisprófanahlutann, en einungis 12 af þeim 24 sem tóku þátt tókst það. Var það þrátt fyrir að 36° hiti væri að gera keppendum erfitt fyrir meðan á 16 klukkutíma vinnudegi stóð.

Tókst því bílnum að taka þátt í aksturshlutanum og komst hann í gegnum allar akstursgreinarnar, lenti liðið í 10. sæti af rafbílum. Í heildina litið lenti Team Spark í 31. sæti af 85 skráðum bensín- og rafmagnsliðum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is