Sjóður sem er í eigu fórnarlamba Bernand Madoff, sem gerðist sekur um Ponzi svindl, hefur höfðað mál gegn svissneska UBS bankanum.  Þetta kemur fram á WSJ

Sjóðurinn, sem yfirtók allar eignir og skuldir eignastýringarfélags Madoff, telur að svissneski bankinn hafi tekið þátt í Ponzi svindi Madoff.  Sjóðurinn hefur höfðað mál fyrir alríkisgjaldþrotadómstólnum í New York og krefur UBS um 2. milljarða dala, eða um 220 milljarða króna.