Föroya banki mun opna skrifstofu í Danmörku, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að Danmörku henti Föroya banka afskaplega vel, með tilliti til þess að dreifa áhættunni landfræðilega, auk vöruframboðs og í menningarlegu tilliti.

Danska skrifstofan mun einbeita sér að einkabankaþjónustu og að fjármagana ýmis verkefni.

Stofnað verður nýtt félag, Föroya Bank A/S, með 300 milljónir danskra króna (3,8 milljarðar króna) í hlutafé, svo hægt verði að ráðast í verkefni með stærri viðskiptavinum, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Kostnaður Föroya bank mun aukast um 20-25 milljónir danskra króna (251 ? 314 milljónir króna) við þetta og gert er ráð fyrir því að hagnaður bankans fyrir skatta muni dragast saman í 125-140 milljónum danskra króna (1,6 ? 1,8 milljarðar króna) úr 145-165 milljónir danskra fyrir árið 2007.

Föroya banki mun eiga 92% í bankanum, Föroya bank A/S, og stjórnendur hans 8%.

Staðsetningin dönsku starfsstöðvarinnar verður á Kaupmannahafnarsvæðið og  með um 20 starfsmenn.