*

fimmtudagur, 3. desember 2020
Innlent 17. október 2016 14:41

Forritanlegar smátölvur afhentar nemendum

Nemendur úr Kópavogs- og Háteigsskóla tóku við fyrstu Microbit smátölvunum í dag.

Ritstjórn
Frá afhendingunni.

Nemendur úr Kópavogs- og Háteigsskóla tóku við fyrstu Microbit forritanlegu smátölvunum þegar Illugi Gunnarsson mennta- og menningamálaráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, afhentu nemendunum tölvurnar í dag í Stúdíói A hjá Ríkisútvarpinu, Efstaleiti 1. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins.

„Við þetta sama tækifæri voru forritunarleikarnir, Kóðinn 1,0, settir. Vefsíða verkefnisins http://krakkaruv.is/kodinn/um_kodann var einnig opnuð en þar má finna hagnýtar upplýsingar um tölvuna og verkefnið. Síðan gagnast foreldrum, nemendum og kennurum í leit að upplýsingum og verkefnum fyrir Microbit.

Verkefnið sem er stærsta einstaka aðgerðin sem ráðist hefur verið í til að efla forritunarkennslu á Íslandi er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Menntamálastofnunar, RÚV, Samtaka iðnaðarins og fyrirtækja sem samtökunum tengjast.

Nú þegar hefur verið sótt um tölvur fyrir 80% grunnskólanemenda í 6. og 7. bekk á öllu landinu en alls eru það tæplega 9.000 nemendur sem hafa möguleika á að fá tölvur,“ segir í tilkynningunni.