Forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls sagði að Frakkland þyrfti að lifa við hryðjuverkaógn á komandi árum, og að landið þyrfti að vera undirbúið undir frekari árásir.

Manuel sagði í viðtali við frönsku útvarpsstöðina RTL að „hryðjuverkamenn geta ráðist aftur til atlögu á komandi dögum og vikum. Við eigum ekki að vera hrædd, við eigum að vera tilbúin“ Hann sagði einnig að frekari árásir hryðjuverkamanna væru í bígerð og að skotmarkið væri ekki einungis Frakkland, heldur einnig aðrar Evrópuþjóðir.

The Guardian greindi frá því fyrir stundu að lögreglan í Frakklandi hefði gripið til aðgerða í nótt og um 150 húsleitir hefðu verið framkvæmdar og handtaka hefðu farið fram víða í Frakkland. Í aðgerðunum fannst m.a. vopnabúr í Lyon með eldflaugavörpu, skotheldum vestum og sjálfvirkum árásarriflum.

Alls létust 129 manns og yfir 350 særðust í hryðjuverkaárás í París um helgina, en Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á verkinu.