Enrico Letta, forsætisráðherra Ítalíu, segir að hann muni segja af sér embætti í dag. Ástæðan er sú að formaður hans eigin stjórnmálaflokks, Demókrataflokksins, kallaði eftir breytingum á ríkisstjórninni.

Matteo Renzi, formaður flokksins, kallaði eftir breytingum á ríkisstjórninni á flokksfundi. Hann sagði að Ítalía mætti ekki við óvissu. BBC segir að vangaveltur séu um að Renzi ásælist sjálfur forsætisráðherrastólinn.

Renzi er átta árum yngri en Letta og var kjörinn formaður flokksins í desember.