Enrico Letta, forsætisráðherra Ítalíu, verst í dag vantrausttillögu frá stjórnarandstöðunni. Í ræðu sem Letta hélt fyrir þinginu segir hann að stjórnarslit gætu aukið mjög á erfiðleika Ítala.

Vantrausttillaga var lögð fram eftir að Silvio Berlusconi fyrirskipaði ráðherrum sem sitja fyrir flokk hans, Frelsisflokkinn, að segja skilið við ríkisstjórnina, að því er fram kemur í frétt á vef BBC.

Nokkrir ráðherrar Frelsisflokksins segja aftur á móti að þeir muni styðja Letta.