Forsætisráðherra Lettlands, Laimdota Straujuma, hefur tilkynnt að hún, og ríkistjórn hennar, hafi sagt af sér. Straujuma sagði að það væri þörf fyrir ríkisstjórn með nýjar hugmyndir.

Straujuma var fyrsti kvennkyns forsætisráðherra Lettlands en hún tók við í janúar 2014 í þriggja flokka samsteypustjórn. Áherslur meirihlutans var að styrkja varnir landsins vegna íhlutana Rússlands á Krímskaganum. Ríkisstjórnin hefur átt í vandamálum innanlands, en almenningur hefur krafist hærri launa auk bættar heilbrigðisþjónustu og menntunar.

Straujuma var fyrir stuttu í viðtali við Viðskiptablaðið þar sem hún sagði m.a. að það þyrfti að losa um regluverk ESB og að Lettar væru þakklátir Íslendingum, en Ísland var fyrst landið til að viðurkenna sjálfstæði Lettlands árið 1991.