José Sócrates forsætisráðherra Portúgals tilkynnti í kvöld af sögn sína eftir að hafa tapað atkvæðagreiðslu um niðurskurð ríkisútgjalda. Ríkisstjórnin mun formlega sitja þar til ný stjórn tekur við en hefur takmörkuð völd.

Sócrates tilkynnti afsögnina í sjónvarpsávarpi.  Hann sagði að hann hann hafi reynt að koma í veg fyrir að land sitt færi sömu leið og Grikkland og Írland.  Ef það yrði raunin væri hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir álit og stöðu landsins.

Sócrates ásakaði stjórnarandstöðuna um að hafa brugðist á versta mögulega tíma, degi fyrir fund ráðamanna ESB sem væri gríðarlega mikilvægur fyrir framtið Portúgals og Evrópu.

Seðlabanki Evrópu og framkvæmdastjórn ESB aðstoðuðu ríkisstjórnina við mótun niðurskurðartillagnanna sem þingið felldi í kvöld.