Stefnt er á að lengja fæðingarorlof og hækka barnabætur í fjárlögum næsta árs. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að það hafi verið til umræðu í ríkisstjórninni hvernig eigi að nýta hugsanlegt svigrúm í ríkisfjármálum á næsta fjárlagaári.

Jóhanna segir ríkisstjórnina horfa til barnabóta, fæðingarorlofs og vaxtabóta fyrir þá sem eru í versti stöðu að því er varðar greiðsluvanda.

Barnabætur og fæðingarorlof hafa lækkað töluvert í kjölfar kreppunnar. Til að mynda lækkuðu hámarksgreiðslur Fæðingaorlofssjóðs um 235 þúsund krónur á milli áranna 2008 og 2010 þegar greiðslurnar námu 300 þúsund krónum.

Jóhanna staðfestir í samtali við Fréttablaðið að formleg vinna sé þegar hafin við þessar breytingar.