Enrico Letta, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt af sér embætti. Er hann 40 forsætisráðherrann í 68 ára sögu lýðveldisins Ítalíu.

Letta sat aðeins í tíu mánuðu í stól forsætisráðherra en forsætisráðherrar á Ítalíu hafa setið að meðaltali í 1,7 ár.

Silvio Berlusconi hefur setið lengst allra forsætisráðherra eða í níu ár og 53 daga. Giulio Andreotti kemur næstur með 7 ár og 62 daga.