Alex Salmond fyrsti ráðherra Skotlands hefur tilkynnt að hann hyggist segja af sér sem forsætisráðherra og sem formaður Skoska þjóðarflokksins í kjölfar ósigurs í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Skotlands.

Salmond sagði að þótt tími hans væri senn á enda héldi barátta Skotlands áfram og að draumurinnum sjálfstæði myndi aldrei deyja. Hann segist gríðarlega stoltur af kosningabaráttu Já-hreyfingarinnar. Hann sagði jafnframt að margir gætu og væru hæfir til að taka við sem leiðtogar flokksins, en hann telur Nicolu Sturgeon, sem er varaformaður og varaforsætisráðherra, vera fyrsta kost.