Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, eiga rúmlega 1,1 milljarð króna umfram skuldir, samkvæmt greiðslu auðlegðarskatts fyrir árið 2012. Þau Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug greiða rúmar 19 milljónir króna í auðlegðarskatt fyrir árið 2012.

Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrum eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi. Páll seldi reksturinn árið 2005. Kaupandinn var félag í eigu Magnúsar Kristinssonar, skattakóngs Íslands 2012 samkvæmt lista Ríkisskattstjóra yfir þá einstaklinga sem greiddu mestan skatt í fyrra.

Álagningarskrár Ríkisskattstjóra voru birtar í dag, fimmtudag. Eins og síðustu ár tekur Viðskiptablaðið saman lista yfir þá sem greiða auðlegðarskatt og reiknar út hreina eign hjá yfir 200 einstaklingum. Greiðendur skattsins eru þeir einstaklingar sem eiga meira en 75 milljónir umfram skuldir og hjón sem eiga 100 milljónir umfram skuldir.

Tengdar fréttir:

Kristján Vilhelmsson ríkari en Skúli Mogensen
Var krýnd skattadrottning fyrir mistök
Stofnandi Össurar greiðir rúmar hundrað milljónir
Tannlæknir og tónlistarkennari á skattalistanum
Magnús Kristinsson skattakóngur ársins