Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, heimsækja Íslendingaslóðir í Kanada og Bandaríkjunum nú um verslunarmannahelgina í opinberum erindagjörðum.

Ráðherrahjónin verða heiðursgestir á Íslendingahátíðum, sem haldnar verða í Gimli í Manitoba og Mountain í Norður-Dakóta, og taka þar þátt í hátíðarhöldum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Einnig munu ráðherrahjónin verða viðstödd ýmsa menningarviðburði og heimsækja staði sem tengjast vesturförunum. Þá mun forsætisráðherra eiga fund með Greg Selinger, forsætisráðherra Manitoba.

Forsætisráðherrahjónin halda utan í dag en koma svo til baka á þriðjudaginn.