Forsendur fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 og fimm ára áætlunar fyrir árin 2022-2026 byggir á þjóðhagsspá Hagstofunnar síðan í mars árið 2021. Hún liggur meðal annars til grundvallar langtímaáætlunar borgarinnar um útsvarstekjur, fasteignagjaldatekjur, gjaldskrártekjur,  launakostnað, lífeyrisskuldbindingar og fjármagnsliði. Almennt birtir Hagstofan þjóðhagsspá að sumri sem hefur þá legið til grundvallar við gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar, en í fyrra var seinni spáin hins vegar ekki birt fyrr en í nóvember. Það orsakast af  þingkosningum, en þjóðhagsspá Hagstofunnar er unnin samhliða fjárlagagerðinni.

Í lok nóvember, mánuði eftir að fjárhagsáætlun borgarinnar var samþykkt í Borgarráði lá ný þjóðhagsspá Hagstofunnar fyrir. Miklar breytingar höfðu þá orðið á helstu þjóðhagslegu forsendum nýsamþykktrar fjárhagsáætlunar borgarinnar. Til að mynda hafði spá fyrir árið 2022 um vöxt einkaneyslu á milli ára hækkað um 65%, samneyslu um 118%, fjármunamyndun um 138%, hagvöxt um 50%, vísitölu neysluverðs um 38%. Þá lækkaði spá um atvinnuleysi á milli ára um 17%.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, sem kom út 8. september.