Nefnd SA og ASÍ um samningsforsendur hefur tekið til starfa en hlutverk hennar er að meta forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem skrifað var undir í febrúar síðastliðnum.

Nefndin átti sinn fyrsta fund í gær og má búast við að fleiri fundnir verði haldnir.

„Við fórum yfir málin og ræddum þetta vítt og breitt. Við eigum eftir að hittast oft," sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, en þetta kemur fram á vef samtakanna.