Forsendunefnd ASÍ og SA vegna endurskoðunar kjarasamninga í febrúar 2018 er klofin í afstöðu sinni um það hvort uppsagnarheimild sé enn í gildi fyrir kjarasamninga sem var undirrituð á árinu 2015 að því er kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Deilan snýst í grunninn um það hvort kjarasamningar sem gerðir voru á árinu 2017 þ.e. síðustu tólf mánuði hafi samræmst gildandi launastefnu.

Samkomulag var milli samninganefndar ASÍ og framkvæmdastjórnar SA um að fresta viðbrögðum vegna forsendubrests um að kjarasamningar 2015 yrðu stefnumarkandi í launaþróun í febrúar í fyrra þar til í febrúar þessa árs. Yrðu samninga sem lausir voru á árinu 2017 í samræmi við gildandi launastefnu myndi uppsagnarheimildin falla niður.

Fulltrúar ASÍ í forsendunefnd telja að frá því að nefndin úrskurðaði síðast í febrúar 2017 hafi ekki náðst almenn sátt um ofangreinda launastefnu og því haldi uppsagnarheimildin gildi sína.

Fulltrúar SA telja hins vegar að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið undanfarna tólf mánuði séu í samræmi við launastefnu rammasamkomulagsins og því ekki forsendur fyrir uppsögn kjarasamninga.