Lars Christensen, starfsmaður frá greiningardeild Danske bank telur enn vera teikn um yfirvofandi fjármálakreppu í íslenska hagkerfinu. "Horfurnar eru álíka slæmar nú og fyrir ári síðan," sagði hann og vísaði í skýrslu sem bankinn sendi frá sér á síðasta ári með yfirskriftinni Geyser crisis, þar sem dregin var upp mjög dökk mynd af íslensku efnahagslífi.

Hann segir að áframhaldandi ástand í íslensku hagkerfi sé komið undir ástandi á heimsmörkuðum. Síðastliðin tvö ár hafi ástandið þar einkennst af miklum hagvexti og það sé helsta ástæða þess að spár Danske bank gengu ekki eftir.

Sjá nánar um spá Banske Bank í Viðskiptablaðinu.