Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, hefur ákveðið að selja forsetabíl þingsins, Mercedes Benz, sem keyptur var árið 2007 í forsetatíð Sturlu Böðvarssonar.

„Mér finnst það vera flottræfilsháttur að vera á svona bíl," segir hún og bendir á að til sé eldri bíll, lítill Lexus, sem starfsmenn þingsins hafi til umráða og sé notaður í útréttingar. „Hann er vel boðlegur ef ég þarf að skjótast á vegum þingsins," segir hún.

Hún segist hafa lítið vit á bílum en sér sé sagt að Bensinn sé tíu milljóna króna bíll. „Það er eflaust erfitt að selja svona bíla í dag en það breytir því ekki að ég sé enga ástæðu fyrir Alþingi að eiga svona dýran bíl."