Ron Paul, sem býður sig fram í forvali Repúblikanaflokksins vegna forsetakosninganna vestra, gagnrýnir seðlabanka Bandaríkjanna harðlega og segir hann ábyrgan fyrir sveiflum í efnahagskerfinu þar í landi. Í meðfylgjandi myndbandi, sem hægt er að nálgast á YouTube með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan, ræðir hann við fjármálasérfræðinginn Jim Cramer í þætti þess síðarnefnda, Mad Money.

http://youtube.com/watch?v=8teEHdCrFqE