Forsetakosningar eru í Rússlandi í dag og Pútín sækist eftir að sitja áfram í embætti en hann hefur verið við völd í Rússlandi undanfarin 12 ár. Kannanir sýna að Pútín nái yfir 50% fylgi sem þarf til að vera kjörinn forseti.

Tugir þúsunda hafa mótmælt í Rússlandi undanfarnar vikur og hefur staða Pútíns því aldrei verið veikari. Mótmælin undanfarið eru þau fjölmennustu frá falli Sovétríkjanna.

Mjög erfitt er fyrir áhugasama frambjóðendur en þeir þurfa að safna undirskriftum tveggja milljóna manna í öllum 83 fylkjum Rússlands.

Andstæðingar Pútíns segja kosningarsvindl í mörgum fylkjum en lögreglan í Pétursborg hefur staðfest grun um kosningasvik í borginni. Embættismenn eru ósammála og segja framgang kosninganna ganga mjög vel og telja að önnur lönd ættu að líta til Rússlands um skipulagningu kosninga.

.