Síðastliðinn föstudag var haldið opið málþing um forsetakosningarnar í Frakklandi á vegum Alþjóðamálastofnunar og franska sendiráðsins á Íslandi. Fyrsta umferð kosninganna fór fram á sunnudaginn og komust Emmanuel Macron og Marine Le Pen áfram í seinni umferð forsetakosninganna.

Á fundinum var meðal annars varpað fram eftirfarandi spurningum: Hvernig virkar franska kosningakerfið og hver er staðan í kosningabaráttunni? Philippe O'Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, hélt þar ræðu, sem og Gérard Lemarquis, fyrrum blaðamaður og kennari. Fundarstjóri var Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Philippe O'Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson sóttu fundinn.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Árni Finnsson.